Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 17. júlí 2018 23:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr búningur Man Utd með grafík af lestarteinum
Heimsmeistarinn Paul Pogba.
Heimsmeistarinn Paul Pogba.
Mynd: Man Utd
Manchester United opinberaði í morgun nýjan aðalbúning sinn fyrir komandi leiktímabil. Líkt og síðastliðin ár er það þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas sem framleiðir búninginn.

Búningurinn er nokkuð frábrugðinn því hvernig hann var á síðasta tímabili en honum eru svartar rendur.

Rendurnar, sem eru neðst á búningnum, eru grafík af lestarteinum og á það að fá fólk til að hugsa til upphafsins þegar Manchester United var Newton Heath. Man Utd hét upphaflega Newton Heath Lanchashire and Yorkshire railway.

Fyrir 140 árum var Newton Heath stofnað en árið 1902 var nafninu breytt í Manchester United.

Manchester United, þetta mjög svo vinsæla félag var upphaflega fótboltalið verkamanna í Lanchashire og Yorkshire og félagið ætlar minna fólk á það á búningum sínum í vetur með áðurnefndum lestarteinum.

Man Utd er núna í æfingaferð í Bandaríkjunum en enska úrvalsdeildin hefst í byrjun ágúst.

Hér að neðan má sjá myndband sem United notaði þegar það kynnti búninginn í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner