Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. júlí 2018 10:11
Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi má spila gegn KA - Var síðast í markinu á Akureyri
Ólafur Ingi er kominn með leikheimild með Fylki.
Ólafur Ingi er kominn með leikheimild með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason landsliðsmaður Íslands er kominn með leikheimild með uppeldisfélagi sínu, Fylki.

Ólafur Ingi hefur undanfarin ár leikið í tyrknesku deildinni, nú síðast með Karabukspor , en tilkynnti fyrr í sumar að hann hyggðist flytjast heim og spila með Fylki og samdi út næsta ár.

Í kjölfarið fór hann á Heimsmeistaramótið í Rússlandi með íslenska landsliðinu en náði ekki félagaskiptum í tæka tíð fyrir leikinn gegn KR í Pepsi-deildinni í fyrrakvöld.

Leikheimildin er svo komin núna svo hann er löglegur í næsta leik gegn KA á Akureyrarvelli á sunnudaginn.

Einn af síðustu leikjum Ólafs Inga með Fylki áður en hann hélt í atvinnumennsku var einmitt gegn KA á Akureyrarvelli og var athyglisverður fyrir margar sakir.

Þetta var í júlí árið 2003. Ólafur Ingi var á láni hjá félaginu frá Arsenal og hafði leyst allar stöður á vellinum þetta sumarið nema markið. Þá gerist það á 72. mínútu að Kjartan Sturluson markvörður fær að líta rauða spjaldið. Ólafur Ingi fór í markið og Hreinn Hringsson skoraði á hann úr víti í 3-0 tapi.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner