Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. júlí 2018 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: FourFourTwo 
Cazorla mikið fagnað þegar hann sneri aftur eftir 636 daga meiðsli
Cazorla var lengi frá en það var hamingjustund í dag þegar hann spilaði loks fótboltaleik í fyrsta sinn síðan í október 2016.
Cazorla var lengi frá en það var hamingjustund í dag þegar hann spilaði loks fótboltaleik í fyrsta sinn síðan í október 2016.
Mynd: Getty Images
Santi Cazorla fyrrverandi leikmaður Arsenal hefur loksins náð bata af meiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu tvö árin.

Hann gekk í raðir Villarreal í sumar í von um að komast af stað í fótboltanum að nýju eftir erfið meiðsli á hásin.

Það var því stór stund í gærkvöldi þegar hann kom inná á 67. mínútu í æfingaleik gegn Hercules í sínum fyrsta leik í 636 daga.

Síðan þá hefur þessi 33 ára gamli leikmaður farið í 10 aðgerðir og var sagt í fyrrahaust að hann væri heppinn ef hann gæti gengið með syni sínum í garðinum.

Hann hélt samt ótrauður áfram og dugnaðurinn er loks að skila sér núna þegar hann hefur loks náð að spila leik að nýju. Fólkið í stúkunni stóð upp og klappaði honum lof í lófa þegar hann hljóp inn á völlinn og spilaði í 23 mínútur eins og sést í myndbandinu að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner