mið 18. júlí 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Fyrsti sigur Atla Eðvaldssonar með Hamar
Atli Eðvaldsson.
Atli Eðvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Hamar 3 - 1 KB
1-0 Vladimir Panic ('29)
2-0 Matthías Ásgeir Ramos Rocha ('70)
2-1 Sæmundur Bergmann Jóhannsson ('74)
3-1 Bjarki Rúnar Jónínuson ('82)

Fjórir leikir voru í 4. deild karla í gær og voru þeir allir í A-riðlinum. Úrslit úr þremur þeirra voru birt í gær en það vantaði úrslitin úr leik Hamars og KB.

Hann fór á þá vegu að Hamar sigraði. Vladimir Panic skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þegar 20 mínútur voru eftir komst Hamar í 2-0.

KB minnkaði muninn en Bjarki Rúnar Jóníunuson sá til þess að Hamar vann leikinn 3-1.

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari, tók við Hamar á dögunum en liðið er í þriðja sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Ými sem er á toppnum. KB er með fimm stig í sjöunda sæti.

Þetta var fyrsti sigur Atla með Hamar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner