Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. júlí 2018 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kínverskur svikahrappur plataði Arsenal
Mynd: Arsenal BYD
Mynd: Arsenal BYD
Fyrr í sumar kynnti Arsenal samstarf sitt við kínverska bílaframleiðandann BYD Auto með stolti.

Síðan þá hafa helstu stjörnur Arsenal setið fyrir á einn eða annan hátt til að auglýsa kínverska fyrirtækið, sem sérhæfir sig í rafmagnsbílum og endurnýjanlegri orku. Þann 8. maí var haldin athöfn á Emirates leikvanginum þar sem samstarf Arsenal og BYD var kynnt.

Fyrir nokkrum dögum kom þó í ljós að stjórnendur Arsenal höfðu verið blekktir, maðurinn sem skrifaði undir samstarfssamninginn heitir Li Juan og starfar ekki fyrir BYD (Build Your Dreams).

„Nýlega höfum við tekið eftir fölskum fréttum um fyrirtækið okkar. Við viljum benda á að Li Juan er ekki starfsmaður á okkar vegum, hann hefur verið að falsa undirskriftir frá starfsmönnum okkar til að skrifa undir samninga. Við höfum tilkynnt hann til lögreglunnar," segir í yfirlýsingu frá BYD.

„Lögreglan er búin að handtaka Li Juan og er enn að rannsaka málið."

Talsmaður Arsenal talaði svipuðu máli og segir félagið vera að vinna með bílaframleiðandanum að lausn að málinu.

„BYD lét Arsenal vita að þeir hefðu lent í svikahrappi sem væri að falsa samninga í nafni fyrirtækisins," sagði talsmaður Arsenal.

„Einn þessara samninga er við Arsenal. Hann var formlega kynntur af stjórnendum beggja fyrirtækja á Emirates leikvanginum 8. maí.

„Við erum að rannsáka málið í samstarfi við þá stjórnendur BYD sem voru staddir hér til að kynna samninginn."

Athugasemdir
banner
banner
banner