Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. júlí 2018 23:59
Elvar Geir Magnússon
Varaformaður Víkings R.: Engar brellur eða leikrit
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur enn ekki spilað sinn fyrsta leik fyrir Víking Reykjavík.

Hann lék ekki gegn Fylki fyrr í þessum mánuði en Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, sagði eftir leikinn að ástæðan væri sú að hann hafi ekki viljað spila honum á þurru gervigrasinu í Egilshöll.

Kári meiddist svo fyrir leik gegn Keflavík í síðustu viku og var ekki með í kvöld þegar lið hans tapaði í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Kenningar fóru í gang um að einhver önnur ástæða væri á bak við það að Kári hefði enn ekki spilað fyrir Víkinga og rætt um að hann gæti yfirgefið félagið án þess að spila fyrir það.

Heimir Gunnlaugsson, varaformaður Víkings, vísar þessum getgátum til föðurhúsanna á Twitter. Kári er tæpur vegna meiðsla og vonast er til þess að hann verði klár þegar Víkingur leikur gegn Val á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner