Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. júlí 2018 07:33
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Vont undirbúningstímabil hjá United
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að undirbúningur síns liðs fyrir komandi tímabil sé „mjög vondur" þar sem margir af hans helstu leikmönnum séu í fríi eftir HM.

Þá gæti Alexis Sanchez misst af allri æfingaferðinni til Bandaríkjanna vegna vandræða með að fá vegabréfsáritun.

United er í Kaliforníu en Mourinho er án Sanchez, Paul Pogba, Romelu Lukaku, Marouane Fellaini, Marcus Rashford, Jesse Lingard, Marcos Rojo, Victor Lindelöf, Ashley Young, David de Gea, Nemanja Matic, Fred og Phil Jones.

„Þetta er mjög vont undirbúningstímabil. Það jákvæða er að ungu strákarnir fá frábært tækifæri til að æfa með okkur. Í næstu vika koma De Gea, Matic og Fred sem er mjög gott. Sérstaklefa fyrir Fred. Hann er nýr."

„Það er áhyggjuefni að ég nái ekki að hafa æfingar með öllum og svo fer bara úrvalsdeildin af stað. En svona er þetta og við verðum að gera það besta úr hlutunum."

Mourinho er einnig án hins 19 ára Diogo Dalot, bakvarðains sem hann fékk frá Porto, þar sem hann er meiddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner