Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. júlí 2018 10:21
Ívan Guðjón Baldursson
Pedersen missir af næsta leik Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen fékk að líta rauða spjaldið er Valur tapaði 3-1 gegn Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Mikil dramatík var á lokamínútunum í Noregi þar sem Valsarar voru hársbreidd frá því að komast áfram, áður en dómarinn skemmdi gamanið með að gefa heimamönnum vítaspyrnu í uppbótartíma.

Pedersen var skipt útaf þegar hann meiddist rétt fyrir lok venjulegs leiktíma og var hann því á varamannabekk Vals þegar atvikið umdeilda átti sér stað í uppbótartímanum.

Bekkurinn mótmælti vítaspyrnudómnum harkalega og ákvað búlgarski dómari leiksins að gefa Pedersen rautt spjald fyrir sinn þátt í látunum.

Hann missir því af næsta leik Vals í Evrópudeildinni sem er gegn Santa Coloma frá Andorra. Pedersen getur mest verið settur í þriggja leikja bann frá evrópukeppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner