Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. júlí 2018 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Litli Sam Allardyce spilaði gegn Everton í gær
Litli Sam að skrifa undir samning við Bury.
Litli Sam að skrifa undir samning við Bury.
Mynd: Twitter/BuryFCYouth
Everton gerði 1-1 jafntefli við D-deildarliðið Bury er liðin mættust í æfingaleik í gærkvöldi.

Everton tefldi fram sterku liði þar sem vantaði aðeins leikmenn sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu. Því var Gylfi Þór Sigurðsson ekki í hóp.

Þrátt fyrir að mæta með sterkt lið til leiks lentu þeir bláklæddu í miklum erfiðleikum og voru undir í hálfleik þökk sé marki frá Neil Danns.

Oumar Niasse kom inn af bekknum og jafnaði fyrir Everton í síðari hálfleik. Þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma brá ansi mörgum í brún því Sam Allardyce var skipt inná í liði Bury.

Þetta var þó ekki sami Allardyce og tók við Everton síðasta nóvember, heldur var þetta sautján ára barnabarn hans.

„Hann er klassískur varnarjaxl sem líður ekkert kjaftæði. Við höfum mikla trú á honum," segir Ryan Lowe, stjóri Bury, um litla Sam.
Athugasemdir
banner
banner