Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 19. júlí 2018 15:48
Hafliði Breiðfjörð
Rosenborg rak þjálfarann þrátt fyrir sigurinn á Val
watermark Kare þakkar dómaranum fyrir störf sín í leiknum í gær. Það dugði þó ekki til að hann gæti bjargað starfi sínu.
Kare þakkar dómaranum fyrir störf sín í leiknum í gær. Það dugði þó ekki til að hann gæti bjargað starfi sínu.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Norska félagið Rosenborg tilkynnti rétt í þessu að Kåre Ingebrigtsen þjálfari liðsins hafi verið rekinn og hætti þegar í stað með liðið.

Vegna þessa hefur verið boðað til fréttamannafundar sem hefst eftir klukkustund. Þetta gerist degi eftir að liðið komst áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á Val

Líklega eru allir sammála um að án hjálpar dómarans í leiknum hefði Rosenborg ekki tekist að komast áfram en búlgarski dómarinn dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, tvær þeirra á Val, en allar voru kolrangur dómur.

Valur vann fyrri leikinn 1-0 og tapaði því 3-2 samanlagt. Þessi úrslit virðast þó ekki hafa heillað forráðamenn félagsins sem ráku þjálfarann í dag.

Rosenborg er í 2. sæti norsku deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Brann. Kåre Ingebrigtsen hafði stýrt liðinu frá árinu 2014. Liðið er því þjálfaralaust fyrir leik gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í næstu viku. Matthías Vilhjálmsson leikur með Rosenborg og lék í gær sinn fyrsta leik síðan í fyrra eftir erfið meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner