Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. júlí 2018 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Neitaði að styðja regnbogann - Valin aftur í landsliðið núna
Jaelene Hinkle.
Jaelene Hinkle.
Mynd: Getty Images
Jaelene Hinkle hefur verið valin í bandaríska landsliðið að nýju í fyrsta sinn síðan hún neitaði að spila fyrir liðið af trúarlegum ástæðum.

Hinkle sem er 25 ára gömul neitaði að spila með bandaríska landsliðinu í fyrra því hún vildi meina að kristileg trú hennar leyfði henni ekki að spila í treyjum sem styðja réttindi samkynhneigðra.

Hún var valin í vináttulandsleiki gegn Svíþjóð og Noregi í júní í fyrra en bandaríska liðið spilaði þá í treyjum með númerum sem voru í regnbogalitunum í tilefni mánaðar samkynhneigðra í Bandaríkjunum.

„Guð er góður! Heiður. Spennt. Tilbúin," sagði hún í gær eftir að hafa verið valin í 23 manna hóp liðsins sem mætir Japan, Brasilíu og Ástralíu í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner