fim 19. júlí 2018 18:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Luke Shaw pirraður á því að þurfa að sanna sig
Shaw í baráttunni við Jóhann Berg á síðasta tímabili.
Shaw í baráttunni við Jóhann Berg á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw segir að hann vilji sanna sig fyrir knattspyrnustjóra sínum, Jose Mourinho en bætir þó við að það sé pirrandi að finna sig í þessum sporum hjá Manchester United.

Vinstri bakvörðurinn hefur átt í vandræðum með að festa sig í sessi í byrjunarliði Mourinho og byrjaði aðeins átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Shaw segist staðráðinn í að nýta tækifærið á undirbúningstímabilinu til þess að komast í liðið. Ashley Young er ekki enn mættur til æfinga hjá United þar sem hann hvílir nú eftir langt heimsmeistaramót.

Að sjálfsögðu mun ég líta á það þannig. Næstu fimm leikir snúast allirum að komast í form en ég vil reyna að sanna fyrir stjóranum að ég geti verið í liðinu hans, ekki bara í þessum leikjum,” sagði Shaw.

Þegar allir eru komnir til baka og eru tilbúnir vil ég samt ennþá vera fyrsta nafnið sem er valið í byrjunarliðið. Það er kominn tími fyrir mig að sanna á næstu fjórum vikum hvað ég get gert og hvers vegna ég verðskulda að vera í þessu liði.”
Athugasemdir
banner
banner
banner