Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. júlí 2018 09:30
Fótbolti.net
Lið 10. umferðar í Pepsi kvenna: Þrjár úr liðinu sem kom sér af botninum
Hildur Antonsdóttir er í liði umferðarinnar.
Hildur Antonsdóttir er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Bergrós Ásgeirsdóttir er einnig í liðinu.
Bergrós Ásgeirsdóttir er einnig í liðinu.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Arna Sif.
Arna Sif.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
10. umferð Pepsi-deildar kvenna lauk á miðvikudaginn með tveimur leikjum.

Þá mættust Breiðablik og Stjarnan í Kópavoginum þar sem Selma Sól Magnúsdóttir skoraði eina markið í leiknum og tryggði Blikum stigin þrjú. Guðrún Arnardóttir átti góðan leik í vörn Breiðabliks og Alexandra Jóhannsdóttir var öflug á miðjunni.


Á sama tíma fóru Valsstelpur á Selfoss og rétt náðu í stig þar með jöfnunarmarki undir lok leiks. Caitlyn Alyssa Clem átti stórleik í marki Selfyssinga og þá var Bergrós Ásgeirsdóttir með allt á hreinu í bakverðinum.

Anna Rakel Pétursdóttir var allt í öllu í stórssigri Þórs/KA á Grindavík fyrir norðan, 5-0. Anna Rakel skoraði eitt og lagði upp tvö mörk. Þá skoraði Sandra María Jessen tvö mörk í leiknum. Eins átti Arna Sif Ásgrímsdóttir enn einn stjörnuleikinn í vörninni.

KR vann lífsnauðsynlegan sigur á ÍBV 3-2 á heimavelli eftir að hafa lent 0-2 undir í leiknum. Shea Connors skoraði tvívegis fyrir KR og þá var Betsy Hassett mikilvæg í leiknum fyrir KR. Katrín Ómarsdóttir stjórnaði síðan ferðinni á miðjunni hjá KR.

Í Kaplakrika heldur vesen-ið áfram hjá FH þar sem liðið tapaði 1-3 gegn HK/Víkingi. Hildur Antonsdóttir skoraði eitt og fiskaði eitt víti sem skilaði marki.

Þjálfari umferðarinnar er Bojana Besic þjálfari KR en með sigri KR í umferðinni lyfti liðið sér upp úr botnsætinu.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 9. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner