Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. júlí 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Evrópudeildin: ÍBV úr leik - Viðar sigraði Kjartan
Viðar Örn er kominn áfram í næstu umferð.
Viðar Örn er kominn áfram í næstu umferð.
Mynd: .
Fjölmörgum leikjum er nú lokið í forkeppni Evrópudeildarinnar en ÍBV var í eldlínunni, þá voru nokkrir Íslendingar á ferðinni með sínum félagsliðum.

ÍBV átti erfitt verk fyrir höndum eftir 4-0 tap á heimavelli í fyrri leik liðsins gegn Sarpsborg. Síðari leikurinn í dag tapaðist einnig en Sarpsborg komst yfir strax á 13. mínútu með marki frá Mikkel Agger. ÍBV tókst að halda út fram á 82. mínútu þegar Agger skoraði sitt annað mark í leiknum. 2-0 tap niðurstaðan og ÍBV er úr leik að þessu sinni.

Viðar Örn Kjartansson og félagar í Maccabi Tel Aviv sigraði síðari leikinn gegn Kjartani Henry Finnbogasyni með einu marki gegn engu. Fyrri leiknum hafði lokið með jafntefli. Kjartan Henry lék allan leikinn en tókst ekki að skora í kvöld. Viðari Erni var skipt af velli á 66. mínútu. Eina mark leiksins skoraði Eliran Atar á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Þá er Haukur Heiðar Hauksson á bekknum hjá AIK sem spilar gegn Shamrock Rovers á heimavelli. Rovers skoraði eina mark venjulegs leiktíma og jafnaði þar með einvígið. Því þurfti að grípa til framlengingar sem er nú í gangi. Það verður spennandi að sjá hvort að AIk tekst að komast áfram í næstu umferð.

Sarpsborg 2 - 0 ÍBV
1-0 Mikkel Agger ('14 )
2-0 Mikkel Agger ('82 )

Maccabi Tel Aviv 1 - 0 Ferencvaros
1-0 Eliran Atar ('45 )

AIK 0 - 1 Shamrock
0-1 Daniel Carr ('19 )
Framlenging í gangi
Athugasemdir
banner
banner
banner