Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 19. júlí 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Kirkland: Mikil pressa á Alisson
Kirkland vonast eftir því að Alisson standist pressuna.
Kirkland vonast eftir því að Alisson standist pressuna.
Mynd: Getty Images
Fyrrum markvörður Liverpool, Chris Kirkland vonar að Alisson sé síðasta púslið sem Klopp vantar til þess að berjast um titla á næstkomandi tímabili.

Alisson var í Liverpool í dag þar sem hann gekkst undir læknisskoðun og var svo staðfestur í kvöld. Kaupverðið er talið vera um 67 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta markverði sögunnar. Kirkland varar Alisson við því að hann muni vera undir smásjá hjá félaginu.

Hann er rólegur, getur spilað boltanum og er með góða tölfræði hjá Roma. Hann var mjög áreiðanlegur hjá Roma sem þú þarft að vera í ensku úrvalsdeildinni en þetta verður erfitt fyrir hann,” sagði Alisson.

Það verður mikil pressa á honum þegar hann kemur til Liverpool en það er á hreinu að aðdáendur munu styðja við hann.”

Við sjáum til. Ég hef verið aðdáandi Liverpool síðan ég var átta ára gamall svo vonandi er þetta það sem þarf til þess að ná árangri.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner