Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 19. júlí 2018 22:06
Baldvin Már Borgarsson
Nik Chamberlain: Ég ber ábyrgð á liðsvalinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik var að vonum svekktur með sínar stelpur eftir 2-1 tap á Extravellinum í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Þróttur R.

„Við komum ekki inn í fyrri hálfleikinn eins og við ætluðum og verðum að hrósa Fjölni fyrir sinn leik, við réðum ekkert við skyndisóknirnar þeirra. Ég verð hinsvegar að taka einhverja ábyrgð afþví það er ég sem vel liðið og það var ekki að virka í fyrri hálfleik.'' Voru fyrstu viðbrögð Nik eftir leikinn.

„Eins og sást í seinni hálfleik þá vorum við miklu baráttuglaðari og rólegri með boltann þannig eins og ég segi þá verð ég að taka ábyrgð á fyrri hálfleiknum.'' Bætti Nik við.

„Ég var ekki hræddur við að breyta, og við urðum að gera það og það breytti leiknum, við stjórnuðum seinni hálfleiknum en skaðinn var sennilega orðinn of mikill í fyrri hálfleik en við fengum þó færi til að jafna í seinni hálfleik.'' Sagði Nik um breytingarnar í hálfleik en hann gerði þrefalda skiptingu.

„Byrjunarliðið var það nákvæmlega sama og í síðasta leik þannig ég var ekki að gefa neina sénsa í dag við bara vorum lélegar í fyrri hálfleik og í næsta leik mun ég velja lið sem ég held að vinni leikinn.'' Sagði Nik um liðsvalið.

„Þetta er orðið erfitt en við eigum leiki gegn Fylki og Keflavík næst, bilið er orðið mikið og þetta verður erfitt en ef við sækjum stig gegn þeim er þetta alltaf séns en þetta eru tvö klassa lið.'' Sagði Nik um vonbrigðin að tapa stigum í toppbaráttunni.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner