Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 20. júlí 2018 09:45
Arnar Daði Arnarsson
Best í 10. umferð: Við endum á toppnum
Anna Rakel Pétursdóttir - Þór/KA
Anna Rakel í leik með Þór/KA í sumar.
Anna Rakel í leik með Þór/KA í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var virkilega góður og mikilvægur sigur. Liðsandinn var góður eins og vanalega og ég tel að hann hafi átt stóran þátt í góðri spilamennsku liðsins," sagði Anna Rakel Pétursdóttir leikmaður Þórs/KA en hún er leikmaður 10. umferðar í Pepsi-deild kvenna.

Hún skoraði eitt og lagði upp tvö mörk í 5-0 sigri gegn Grindavík í umferðinni.

Þetta var annar 5-0 sigur Þórs/KA gegn Grindavík í sumar.

„Grindavík er með hörku lið eins og þær sýndu í fyrra þegar þær unnu okkur undir lok móts. Aftur á móti höfum við átt góða leiki á móti þeim í sumar sem hafa skilað okkur þessum mörkum."

Anna Rakel segjast vera spennt fyrir lokasprettinum í deildinni en Þór/KA er sem stendur stigi á eftir toppliði Breiðabliks þegar átta umferðir eru eftir.

„Eins og staðan er núna er líklegt að síðustu leikir mótsins verða hreinir úrslitaleikir en við einbeitum okkur bara að einum leik í einu til þess að komast í góða stöðu fyrir lokasprett mótsins."

Þær hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu tíu leikjum deildarinnar sem verður að teljast ansi vel gert.

„Það er alltaf markmiðið að halda markinu hreinu og það hefur gengið ágætlega í sumar að halda því. Varnarleikur liðsins hefur verið góður og við höfum verið að verjast sem ein heild, frá fremsta til aftasta leikmanns," sagði Anna sem er ánægð með sína frammistöðu í sumar.

„Ég er nokkuð sátt en vill alltaf gera betur en ég gerði í síðasta leik og er hungruð í meira," sagði leikmaður 10. umferðar sem var að lokum spurð að því, hvar Þór/KA myndi enda í lok tímabils?

„Á toppnum auðvitað."

Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 9. umferðar - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 8. umferðar - Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Shameeka Fishley (ÍBV)
Leikmaður 5. umferðar - Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Leikmaður 4. umferðar – Rio Hardy (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner