Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 20. júlí 2018 21:58
Kristófer Jónsson
Gulli Jóns: Þeir voru ekki í mínum plönum
Gulli Jóns var ánægður með sigurinn.
Gulli Jóns var ánægður með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttar R., var að vonum sáttur eftir 3-0 sigur sinna manna gegn Njarðvík á Eimskipsvellinum í kvöld.

„Fyrst og fremst er ég gríðarlega ánægður með seinni hálfleikinn. Við erum svolítið værukærir í fyrri hálfleik en gefum tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Þetta er solid sigur." sagði Gulli eftir leik.

Það kom einhverjum í opna skjöldu þegar tilkynnt var að Karl Brynjar Björnsson og Víðir Þorvarðarson hefðu verið leystir undan samning hjá Þrótti. Hver var ástæðan fyrir því?

„Fyrst og fremst eru þeir ekki í mínum framtíðarplönum fyrir næstu ár.Þetta eru tveir frábærir strákar sem að hafa gert góða hluti fyrir Þrótt en ég mat það að það þyrfti að hrista aðeins uppí hlutunum." sagði Gulli aðspurður um málið.

Þróttur stekkur uppí fimmta sæti deildarinnar tímabundið en næsti leikur liðsins er gegn Fram.

„Við vorum slakir á móti Fram síðast þegar að við mættum þeim og þurfum að eiga miklu betri leik en við gerðum þá. Við þurfum að halda í þetta attitude sem er komið í liðið og við hlökkum til þess verkefnis." sagði Gulli að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner