Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. júlí 2018 18:35
Gunnar Logi Gylfason
Inkasso-deild kvenna: Enn eitt tap Sindra
Mynd: Hamrarnir
Einn leikur fór fram í dag í Inkasso-deild kvenna.

Það var leikur Sindra frá Höfn í Hornafirði og Hamranna frá Akureyri.

Fyrir leikinn var Sindri langneðsta liðið með 1 stig eftir 8 leiki en Hamrarnir með 8 stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Aðeins eitt mark var skorað og var það Karen María Sigurgeirsdóttir sem skoraði það á 70. mínútu og Hamrarnir því komnar í 6.sæti deildarinnar eftir tvo sigurleiki í röð.

Sindrakonur halda áfram að tapa og eru nú með 8 töp og eitt jafntefli eftir 9 leiki og eru 7 stigum frá öruggu sæti. Eina stig Sindrakvenna í deildinni í sumar kom í fyrsta leik, einmitt gegn Hömrunum.

Sindri 0-1 Hamrarnir
0-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('70)
Athugasemdir
banner
banner