Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 21. júlí 2018 22:30
Gunnar Logi Gylfason
Lið í 5. efstu deild á Englandi með meiri pening milli handanna en skosk úrvalsdeildarlið
Stephen Robinson
Stephen Robinson
Mynd: Getty Images
Stephen Robinson, stjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Motherwell, segir „50% lið í National League (5. efsta deild Englands) borga líklega meira en lið í neðri hluta skosku úrvalsdeildarinnar."

„Ég reyndi að fá leikmann úr National League og hann fór í lið í League Two og fær tvöfalt hærri laun en hæstlaunaði leikmaðurinn minn," sagði Robinson

„Ég hef keppst við Salford um leikmenn. Ég náði öðrum - Liam Donnelly. Við áttum ekki möguleika í hinn útaf peningum."

Motherwell endaði í 7. sæti af 12 liðum á síðasta tímabili í skosku úrvalsdeildinni. Salford sigraði efstu áhugamannadeild Englands og er því komið í neðstu atvinnumannadeild landsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner