Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. júlí 2018 23:30
Gunnar Logi Gylfason
Henry efstur á óskalista Aston Villa
Henry og Kompany á góðri stundu
Henry og Kompany á góðri stundu
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, goðsögn hjá Arsenal, er nú sagður vera efstur á óskalista Aston Villa eftir að egypski auðjöfurinn Nassef Sawiris keypti 55% hlut í félaginu af Kínverjanum Dr Tony Xia.

Henry hætti í sumar störfum hjá Sky þar sem hann starfaði við að rýna í leiki í ensku úrvalsdeildinni. Auk þess var hann aðstoðarþjálfari Roberto Martinez hjá belgíska landsliðnu sem vann til bronsverðalauna á Heimsmeistaramótinu í sumar.

Aston Villa var í miklum fjárhagsvandræðum eftir að félaginu mistókst að komast upp í vor en Sawiris bjargaði félaginu.

Spennandi verður að fylgjast með því hvort þetta verði hans fyrsta starf sem aðalþjálfari en með liðinu leikur íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason.
Athugasemdir
banner
banner