Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 22. júlí 2018 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: ÍBV jafnaði úr umdeildri vítaspyrnu
Gunnar Heiðar jafnaði úr vítaspyrnunni fyrir ÍBV.
Gunnar Heiðar jafnaði úr vítaspyrnunni fyrir ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1 - 1 ÍBV
1-0 Birnir Snær Ingason ('38 )
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('71 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Fjölnir og ÍBV skiptust á jafnan hlut þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla í dag. Umdeilt atvik orsakaði jöfnunarmark ÍBV eins og bersýnilega kemur fram í textalýsingu á Fótbolta.net.

Fjölnismenn voru sterkari aðilinn til að byrja með og þeir náðu forystunni þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum. Birnir Snær Ingason, Binni bolti, skoraði þá en hann hoppaði á frákast eftir skot frá vini sínum, Ægi Jarli Jónassyni.

Staðan var 1-0 fyrir Fjölni í hálfleik á Extra vellinum.

Mjög umdeildur dómur
Í seinni hálfleiknum sóttu bæði lið og reyndu að skora, ÍBV að reyna að jafna og Fjölnir að reyna að bæta við. En á 70. mínútu dró til tíðinda þegar Ívar Orri dómari dæmdi vítaspyrnu fyrir ÍBV við litla hrifningu Fjölnismanna.

Er dómnum lýst svona í textalýsingu á Fótbolta.net:

„Ég á ekki til eitt aukatekið orð! Ívar Orri dæmir víti þegar það er augljóslega brotið á Kaj Leó fyrir utan teig!" skrifaði Stefán Marteinn, okkar maður á vellinum, í beinni textalýsingu.

Reynsluboltinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson steig á vítapunktinn og nýtti alla sína reynslu til að skora, 1-1.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð í Grafarvogi og lokaniðurstaðan jafntefli.

Hvað þýða þessi úrslit?
ÍBV er í níunda sæti með 13 stig eins og Fjölnir sem er í tíunda sæti. Bæði lið eru áfram í fallbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner