sun 22. júlí 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Æfingaleikur: Pulisic sá um Liverpool
Pulisic var allt í öllu í síðari hálfleik fyrir Dortmund.
Pulisic var allt í öllu í síðari hálfleik fyrir Dortmund.
Mynd: Getty Images
Liverpool mætti Borussia Dortmund í kvöld í æfingaleik en liðin áttust við í The International Champions Cup.

Leikurinn fór vel af stað fyrir enska liðið en Virgil Van Dijk kom liðinu yfir með skallamarki á 25. mínútu. Robertson átti góða fyrirgjöf eftir stutta hornspyrnu og Van Dijk var mættur til að koma knettinum í netið.

Liverpool voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik. Bæði lið gerðu margar breytingar í síðari hálfleik. Pulisic kom inn hjá Dortmund og átti eftir að koma mikið við sögu.

Liverpool klúðraði nokkrum upplögðum marktækifærum áður en Milner gerðist brotlegur innan teigs og víti dæmt. Pulisic var harðákveðinn í að skora í heimalandi sínu, heimtaði að taka vítið og skoraði af öryggi.

Liverpool sótti ákaft í kjölfarið en tókst ekki að skora. Á lokamínútu leiksins komst Dortmund yfir með marki Pulisic. Þeir voru ekki hættir og bættu við marki í uppbótartíma er Larsen skoraði. 3-1 sigur Dortmund niðurstaðan en það er ljóst að Liverpool hefði auðveldlega getað sigrað í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner