Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. júlí 2018 10:22
Elvar Geir Magnússon
Mourinho segir að eyðsla Klopp setji pressu á hann að vinna loks titil
Mourinho skýtur á Klopp.
Mourinho skýtur á Klopp.
Mynd: Getty Images
Klopp hefur verið með opið veskið á leikmannamarkaði ársins.
Klopp hefur verið með opið veskið á leikmannamarkaði ársins.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að það sé „krafa" á Jurgen Klopp að vinna loks titil á næsta tímabili vegna þess hversu miklu hefur varið í leikmannakaup hjá Liverpool.

Klopp hefur eytt mest allra stjóra í ensku úrvalsdeildinni með því að fá Alisson (£67m), Fabinho (£43,7m), Xherdan Shaqiri (£13m) og Naby Keita (£52m). Þá var Virgil van Dijk (£75m) keyptur í janúarglugganum.

Klopp hefur áður sagt að hann væri mótfallinn því að lið væru byggð upp á því að leikmenn yrðu keyptir fyrir háar fjárhæðir.

„Það þarf að fjárfesta vel og ég tel að þeir hafi gert mjög vel. Allir sem þeir hafa keypt eru gæðaleikmenn og ég samgleðst þeim," sagði Mourinho um Liverpool og skaut svo á Klopp:

„Það er líka gaman að brosa og sjá það að þú getir skipt um skoðun og breyst sem persóna, það er fyndið."

„En það er í fínu lagi. Kannski verður loksins gerð krafa á þessu tímabili að þeir vinni eitthvað. Þið (fjölmiðlamenn) verðið að vera sanngjarnir. Þetta lið, með þessum fjárfestingum í janúar og núna í sumar, félagið sem mun líklega kaupa mest fyrir þetta tímabil, liðið sem komst í úrslit Meistaradeildarinnar - Það verður að segja að þetta lið sé mjög líklegt. Það eigi að vinna."

Darmian vill fara frá Manchester United
Mourinho sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir leik Manchester United og AC Milan. Á fundinum staðfesti hann einnig að varnarmaðurinn Matteo Darmian vill yfirgefa United.

„Matteo vill fara og ef leikmaður vill fara og rétt tilboð berst þá verður þú að vera mannlegur og leyfa leikmanninum að fylgja tilfinningum sínum. En það er ekki fyrir hvaða upphæð sem er," segir Mourinho.

Spurning er hvaða leikmaður verði í hægri bakverði United í upphafi nýs tímabils.

„Við höfum enn sem komið er ekki verið nálægt því að taka neinum tilboð í Matteo. Antonio Valencia er meiddur og missir af byrjun deildarinnar, Diogo Dalot er einnig að koma til baka og verður ekki klár í byrjunina. Ashley Young getur spilað hægri bakvörðinn en hann er í sumarfríi núna. Ég veit ekki hvot hann vilji koma sem fyrst til baka til að vera til staðar fyrir liðið eða vera áfram í fríi. Victor Lindelöf er möguleiki, hann er ekki hægri bakvörður en getur spilað stöðuna. Hann byrjar að æfa á mánudaginn."

„Ef Matteo fer þá er það vegna þess að rétta tilboðið kom. Ef hann verður áfram þá getur hann verið mikilvægur fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner