Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. ágúst 2018 17:45
Arnar Daði Arnarsson
Lið 12. umferðar í Pepsi-kvenna - Íslenskir útileikmenn
Guðrún og Elín Metta eru í liðinu.
Guðrún og Elín Metta eru í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa og Ásgerður Stefanía eru báðar í liðinu.
Harpa og Ásgerður Stefanía eru báðar í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín í leiknum gegn FH.
Katrín í leiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12. umferðin í Pepsi-deild kvenna lauk í gærkvöldi með þremur leikjum.

Stærsti sigur umferðarinnar kom í Kópavoginum þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu í 6-1 sigri Breiðabliks gegn HK/Víkingi. Agla María Albertsdóttir lagði upp fjögur mörk og Guðrún Arnardóttir var frábær í vörninni.


Eftir markalausan fyrri hálfleik í leik Vals og Grindavíkur náði Elín Metta Jensen að skora tvö mörk í 3-0 sigri Vals. Hlín Eiríksdóttir er einnig í liði umferðarinnar ásamt Elínu.

Á Selfossi skoraði Harpa Þorsteinsdóttir tvö mörk fyrir Stjörnuna í 3-0 sigri gegn heimastelpum. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir var allt í öllu á miðjunni hjá Stjörnunni eins og svo oft áður.

Katrín Ómarsdóttir fór fyrir sínu liði í 5-1 sigri KR gegn botnliði FH í Kaplakrika.

Á Akureyri unnu Íslandsmeistararnir síðan ÍBV 2-0 þar sem Stephanie Bukovec hélt markinu hreinu með þær Huldu Björgu Hannesdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur fyrir framan sig í vörninni.

Þjálfari umferðarinnar er Bojana Besic þjálfari KR en liðið kom sér upp úr fallsæti með sigrinum gegn FH.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 11. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner