Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. ágúst 2018 14:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Weah skoraði í stórsigri PSG á Mónakó - Neymar á bekknum
Weah er 18 ára gamall.
Weah er 18 ára gamall.
Mynd: Getty Images
PSG 4 - 0 Mónakó
1-0 Angel Di Maria ('33)
2-0 Christopher Nkunku ('40)
3-0 Timothy Weah ('67)
4-0 Angel Di Maria ('92)

PSG er meistari meistaranna í Frakklandi eftir 4-0 sigur á Mónakó í Shenzhen í Kína í dag. Sigur hjá Thomas Tuchel í fyrsta alvöru leiknum.

Angel Di Maria kom PSG yfir á 33. mínútu og Christopher Nkunku, 20 ára gamall drengur, skoraði annað mark PSG á 40. mínútu. Um miðjan seinni hálfleikinn gerði hinn efnilegi Timothy Weah, sonur George Weah, þriðja mark PSG áður en Di Maria skoraði sitt annað mark í uppbótartíma.

Lokatölur 4-0 fyrir PSG og er þetta í sjötta sinn í röð sem PSG vinnur þennan titil.

Nokkrir ungir leikmenn fengu sénsinn hjá PSG í dag og komu leikmenn eins og Marquinhos og Neymar inn af bekknum.


Athugasemdir
banner
banner