Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. ágúst 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Stjórn Man Utd sagði Mourinho að hætta að kvarta
Powerade
Jose Mourinho kemur við sögu í slúðrin í dag.
Jose Mourinho kemur við sögu í slúðrin í dag.
Mynd: Getty Images
Yerri Mina kom til Everton í gær.
Yerri Mina kom til Everton í gær.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði í gær og sögurnar í slúðurpakka dagsins litast af því.



Stjórn Manchester United sagði Jose Mourinho að hann ætti að hætta að krefjast þess að fá pening fyrir nýjum leikmönnum og einbeita sér þess í stað að hópnum sínum og að gera unga leikmenn betri. (Mirror)

Mourinho telur að Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, hafi skaðað United með því að bjóða leikmanninn til bæði Barcelona og Juventus. (Times)

Manchester United hafnaði möguleika á að fá Harry Maguire (25) varnarmann Leicester á 15 milljónir punda í fyrra. (Telegraph)

Barcelona á möguleika á að kaupa varnarmanninn Yerri Mina (23) aftur frá Everton á 53,9 milljónir punda en þetta var hluti af samningi félaganna í gær. (Marca)

Everton þarf að bíða þar til í dag til að sjá hvort lánssamningur Kurt Zouma (23) frá Chelsea hafi gengið í gegn eða ekki. (Liverpool Echo)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki vera pirraður yfir þeirri ákvörðun Emre Can (24) að hafa hafnað nýjum samningi til að ganga í raðir Juventus. (Liverpool Echo)

Danny Rose (28) vinstri bakvörður Tottenham vill fara til PSG. (Sun)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, kennir Brexit og nýjum leikvangi félagsins um að erfitt er að fá pening til leikmannakaupa. (Sky Sports)

Sporting Lisabon er að fá Stefano Sturaro (25) frá Juventus eftir að Watford mistókst að krækja í hann. (A Bola)

Thibaut Courtois (26) nýr markvörður Real Madrid varð að eyða færslu á Facebook þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum Chelsea fyrir tíma sinn þar. Ljóð ummæli voru skrifuð við færsluna áður en henni var eytt. (Daily Mail)

Jack Grealish (22) ætlar að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa en í honum verður klásúla um að hann megi fara næsta sumar ef félagið kemst ekki aftur upp í ensku úrvalsdeildina. (Daily Star)

Sean Dyche, stjóri Burnley, segir að sumarglugginn hafi verið sá versti sem hann hefur upplifað. (Lancashire Telegraph)

Marcos Rojo (29) hefði farið til Everton ef Manchester United hefði fengið nýjan varnarmann í staðinn. (Daily Mail)

Manchester United var reiðbúið að borga 100 milljónir punda fyrir Raphael Varane (25) varnarmann Real Madrid í leit sinni að miðverði. (Sun)

Middlesbrough mistókst að kaupa miðjumanninn Muhamed Besic (25) frá Everton á sex milljónir punda á gluggadeginum. Boro ætlar að reyna að fá Besic og Yannick Bolasie (29) á láni frá Everton en félög í neðri deildunum mega áfram fá leikmenn á láni. (Northern Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner