fös 10. ágúst 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Hodgson framlengir við Crystal Palace
Sáttur með nýja samninginn.
Sáttur með nýja samninginn.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson hefur skrifað undir nýjan samning við Crystal Palace sem gildir til sumarsins 2020.

Hodgson tók við Palace síðastliðið haust þegar allt var í steik en liðið hafði ekki náð að vinna í fyrstu fjórum umferðunum undir stjórn Frank de Boer.

Hodgson reif Palace liðið í gang og skilaði því í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Hinn 71 árs gamli Hodgson hafði verið í rúmlega árs fríi frá fótbolta áður en hann tók við Palace en hann sagði af sér sem landsliðsþjálfari Englands eftir tapið gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016.

Hodgson er mjög sáttur hjá Crystal Palace en hann ólst upp hjá félaginu sem leikmaður á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner