Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. ágúst 2018 11:57
Elvar Geir Magnússon
Messi orðinn aðalfyrirliði Barcelona
Messi með bandið.
Messi með bandið.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er orðinn aðalfyrirliði Spánarmeistara Barcelona. Hann tekur við fyrirliðabandinu af Andres Iniesta sem genginn er í raðir Vissel Kobe í Japan.

Iniesta var gerður að fyrirliða 2015 en hann tók þá við af Xavi sem hafði verið fyrirliði síðan Carles Puyol lagði skóna á hilluna.

Messi hefur verið varafyrirliði síðan 2015 og það kemur ekki á óvart að hann sé gerður að aðalfyrirliða.

Sergio Busquets er varafyrirliði Barcelona í dag og Gerard Pique þriðji fyrirliði.
Athugasemdir
banner
banner