Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 10. ágúst 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: Við erum Rocky en ekki Drago
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að liðið sé ekki sigurstranglegra en Manchester City fyrir komandi tímabil. Liverpool hefur styrkt hópinn vel í sumar og margir telja að félagið muni veita City keppni um titilinn.

25 stig skildu liðin að á síðasta tímabili og Klopp leitaði í kvikmyndasöguna þegar hann ræddi bilið á milli Liverpool og City í dag. Klopp notaði líkingarmál úr Rocky en þar náði boxarinn Rocky Balboa að vinna Ivan Drago sem var sigustranglegri fyrir bardagann.

„Við viljum verða enskir meistarar og vinna deildina. Hvað með hin liðin? Manchester City er meistari og missti ekki neinn leikmann. Þeir fengu (Riyad) Mahrez til sín og það veikir þá ekki. Þeir eru með topp gæði," sagði Klopp.

„Við erum ennþá Rocky Balboa en ekki Ivan Drago. Við getum það ekki. Við þurfum að gera meira, berjast meira og gera alla þessa hluti. Það verður að vera hugarfarið hjá okkur."

„Við höfum ekki afrekað neitt ennþá. Við vorum í úrslitum. Förum við aftur í úrslit? Já, við ætlum að reyna að vinna í þetta skipti. Í deildinni er það nákvæmlega það sama."


Liverpool fær West Ham í heimsókn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner