Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. ágúst 2018 16:23
Elvar Geir Magnússon
Douglas Luiz fékk ekki atvinnuleyfi - Guardiola pirraður
Douglas Luiz fær ekki að spila með Manchester City á þessu tímabili.
Douglas Luiz fær ekki að spila með Manchester City á þessu tímabili.
Mynd: Manchester City
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest að Douglas Luiz fékk ekki atvinnuleyfi.

Guardiola hafði hugsað sér að nota þennan tvítuga leikmann sem varamann fyrir Fernandinho ef miðjumaðurinn þyrfti hvíld á miðju tímabili.

Guardiola staðfesti í dag að Douglas Luiz mætti ekki spila fyrir liðið og yrði líklega lánaður aftur til Girona.

„Ég á erfitt með að skilja þetta. Einhvar gaur sem horfir ekki á æfingar sér um að ákveða hvort Douglas hafi hæfileika og gæði til að fá atvinnuleyfi," segir Guardiola en Douglas Luiz hefur spilað fyrir City á undirbúningstímabilinu.

Þá er Guardiola pirraður yfir því að City var tilkynnt það í gær að Douglas Luiz fengi ekki atvinnuleyfi, rétt fyrir lok gluggans.

„Ef við hefðum fengið að vita þetta fyrir 15 dögum hefðum við kannski getað fundið mann í staðinn"

Manchester City mætir Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Guardiola staðfesti í dag að Kevin De Bruyne og Raheem Sterling verði í hópnum en þeir komu báðir til baka úr sumarfríi sínu eftir HM síðasta mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner