Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. ágúst 2018 20:30
Gunnar Logi Gylfason
Pelé spáir Liverpool titlinum
Pelé á góðri stundu með Maradona
Pelé á góðri stundu með Maradona
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Pelé, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, spáir því að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina í fyrsta skipti síðan árið 1990.

Landar hans, Alisson og Firmino, spila með liðinu úr Bítlaborginni.

Stuðningsmenn liðsins hafa þurft að bíða í tæpa þrjá áratugi eftir Englandsmeistaratitlinum.

Spár Pelé ganga þó ekki alltaf eftir. Til dæmis spáði hann því að afrísk þjóð ynni Heimsmeistaramótið fyrir aldamótin og einnig spáði hann því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitum Heimsmeistaramótsins árið 2002, bæði löndin duttu út í riðlakeppninni það árið.

Gæti þetta loksins verið ár Liverpool-manna?


Athugasemdir
banner
banner
banner