Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. ágúst 2018 19:57
Elvar Geir Magnússon
19 lið í ítölsku B-deildinni - Þrjú félög urðu gjaldþrota
Úr gömlum leik með Bari. Bari er eitt af félögunum þremur sem eru gjaldþrota.
Úr gömlum leik með Bari. Bari er eitt af félögunum þremur sem eru gjaldþrota.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn ítölsku B-deildarinnar hafa tilkynnt að 19 lið verði í Serie B á komandi tímabili en ekki 22.

Þrjú félög sem áttu að vera í deildinni hafa farið í gjaldþrot eftir sumarið.

Bari, Cesena og Avellino náðu ekki að standast fjárhagskröfur til að geta teflt fram liði á komandi tímabili.

Svo gæti verið að málinu sé ekki lokið og spennandi að sjá hvernig ítalska knattspyrnusambandið mun bregðast við. Catania, Novara, Siena, Ternana, Pro Vercelli og Virtus Entella hafa öll sent inn beiðnir um að fara upp í Serie B.
Athugasemdir
banner
banner