Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. ágúst 2018 23:30
Gunnar Logi Gylfason
Emery: Guardiola betri en ég
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: Getty Images
Unai Emery, nýr knattspyrnustjóri Arsenal, segir Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City vera betri en hann sjálfur.

„Ég er 46 ára, hann er 47 ára og hann byrjaði ferilinn sem leikmaður, betri en ég," sagði Emery. „Þjálfaraferill hans er einnig betri en minn."

„Við byrjuðum ferilinn okkar sem þjálfarar á svipuðum tíma og hans ferill er, tölfræðilega, betri en minn líka en mér finnst gaman að keppa gegn honum því það krefst meiri undirbúnings frá mér til að reyna að vinna liðin hans," sagði Emery og hélt svo áfram.

„Þegar við vorum á Spáni voru allir leikirnir milli Barcelona og Valencia [Guardiola þjálfaði Barcelona, Emery þjálfaði Valencia] voru leikirnir alltaf mjög spennandi og krefjandi fyrir mig."

Arsenal fær Englandsmeistarana í Manchester City í heimsókn á sunnudaginn í síðasta leik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner