fös 10. ágúst 2018 20:35
Elvar Geir Magnússon
Jón Guðni formlega orðinn leikmaður Krasnodar (Staðfest)
Jón Guðni sáttur með nýja félagið.
Jón Guðni sáttur með nýja félagið.
Mynd: Total Football
Íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur staðist læknisskoðun og gengið formlega frá skiptum yfir til rússneska félagsins Krasnodar.

Hinn 29 ára gamli Jón Guðni yfirgefur Norrköping en þar hefur hann verið frá 2016. Hann hefur vakið athygli hjá mörgum félögum með góði frammistöðu í Svíþjóð og nú hefur Krasnodar keypt hann.

Jón Guðni á 13 landsleiki fyrir Ísland en möguleiki er að hann fari í stærra hlutverk fyrir landsliðið nú þegar það er að ganga í gegnum breytingar og Erik Hamren er tekinn við.

Rússneska úrvalsdeildin hófst í lok júlí en Krasnodar er með þrjú stig eftir tvær umferðir.

Íslendingum fjölgar áfram í rússnesku úrvalsdeildinni en í sumar gekk varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon til liðs við CSKA Moskvu.

Fyrir eru Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson hjá Rostov. Ragnar spilaði með Krasnodar á sínum tíma en Jón Guðni er nú mættur þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner