Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. ágúst 2018 20:58
Gunnar Logi Gylfason
England: Manchester United vann fyrsta leik tímabilsins
Luke Shaw fagnar marki sínu í dag
Luke Shaw fagnar marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
Manchester United 2-1 Leicester City
1-0 Paul Pogba ('3)
2-0 Luke Shaw ('83)
2-1 Jamie Vardy ('92)

Manchester United byrjar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni vel. Liðið fékk Leicester City í heimsókn á Old Trafford.

Þægileg byrjun

Heimamenn byrjuðu gríðarlega vel. Þeir fengu vítaspyrnu strax eftir tveggja mínútna leik eftir að boltinn fór í hönd Daniel Amartey sem hefði frekar átt að láta boltann fara í staðinn fyrir að teygja sig í boltann.

Paul Pogba, heimsmeistari, tók vítaspyrnuna og skoraði örugglega þrátt fyrir að Kasper Schmeichel hafi skutlað sér í rétt horn.

Í kjölfarið lágu heimamenn aðeins til baka og leyfðu Leicester að halda boltanum og beittu skyndisóknum.

Leicester-liðið fékk nokkra sénsa á að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik.

Fjör í lokin

De Gea átti stórkostlega markvörslu eftir skota frá Iheanacho í seinni hálfleiknum. Jamie Vardy stal þá boltanum af Luke Shaw og gaf boltann inn í.

Á hinum endanum misnotaði Romelu Lukaku algjört dauðafæri eftir að Alexis Sanchez náði boltanum og gaf milli miðvarða Leicester. Schmeichel varði gríðarlega vel í horn.

Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Luke Shaw forystuna eftir að Juan Mata sá hlaup hans upp kantinn. Shaw átti þá ekkert sérstaka fyrstu snertingu en komst fram fyrir Ricardo Pereira í vörn Leicester og skoraði framhjá Dananum í marki Leicester.

Í uppbótartíma fékk Vardy dauðafæri þar sem hann var einn og óvaldaður inn í teignum en negldi boltanum yfir. Mínútu síðar skoraði hann þó. Þá átti Ricardo Pereira sendingu inn í teiginn sem fór fram hjá öllum og í stönginga. Vardy var fyrstur að átta sig og skallaði knöttinn í netið og staðan orðin 2-1.

Gestirnir gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Þegar leiktíminn var að líða fengu þeir hornspyrnu. Boltinn var skallaður framhjá og var það síðasta snerting leiksins.

2-1 sigur Man Utd staðreynd sem byrjar á góðum sigri en Leicester, Englandsmeistararnir frá 2016, þurfa að sætta sig við tap í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner