Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. ágúst 2018 21:25
Gunnar Logi Gylfason
Pepsi-deild kvenna: Stjarnan og Valur með útisigra
Stjarnan og Valur unnu bæði í kvöld
Stjarnan og Valur unnu bæði í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Valur unnu 1-2 útisigra í kvöld.

Stjörnusigur í Grindavík

Stjarnan sigraði Grindavík á útivelli og breikkaði bilið niður í 5. sætið í 10 stig.

Staðan var markalaus í hálfleik en strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Harpa Þorsteinsdóttir fyrsta mark leiksins. Á 54. mínútu tvöfaldaði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir forystuna.

Tæpum stundarfjórðungi síðar minnkaði Rio Hardy muninn og hleypti spennu í leikinn. Meira var þó ekki skorað og lokatölur því 1-2.

Stjarnan er enn í 4. sætinu en, eins og fyrr segir, breikkaði liðið bilið milli sín og ÍBV sem situr í 5. sætinu.

Grindavík er enn í 9. sætinu, fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti.

Grindavík 1-2 Stjarnan
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir ('47)
0-2 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('54)
1-2 Rio Hardy ('68)

Endurkoma Valskvenna í nágrannaslag

HK/Víkingur tók á móti Val á Víkingsvelli í kvöld.

Karolína Jack kom heimakonum yfir á 9. mínútu.

Forystan entist ekki lengi þar sem Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin á 16. mínútu.

Staðan var 1-1 í hálfleik og alveg þangað til á 81. mínútu þegar Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Valskonum yfir með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á örfáum mínútum áður.

Með þessum sigri minnkaði Valur bilið upp í 2. sætið niður í 6 stig þegar fimm leikir eru eftir.

HK/Víkingur 1-2 Valur
1-0 Karolína Jack ('9)
1-1 Fanndís Friðriksdóttir ('16)
1-2 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner