Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 10. ágúst 2018 22:27
Gunnar Logi Gylfason
3. deild: Jafntefli í báðum leikjum kvöldsins
KH er í mikilli baráttu um sæti í 2. deild á næsta tímabili
KH er í mikilli baráttu um sæti í 2. deild á næsta tímabili
Mynd: Sigurður Konráðsson
Tveir leikir fóru fram í 3. deild karla í kvöld.

KH og KFG mættust að Hlíðarenda. Gestirnir úr Garðabæ komust yfir á 25. mínútu og voru yfir í hálfleik.

Heimamenn jöfnuðu á 69. mínútu með marki frá Aroni Skúla Brynjarssyni.

Liðin eru enn í 2. og 3. sæti deildarinnar eftir leikinn. KH er í því 2. með 24 stig og KFG er með tveimur stigum minna. Liðin eru því í mikilli baráttu um sæti í 2. deildinni á næsta tímabili.

Augnablik tók svo á móti Ægi frá Þorlákshöfn. Gestirnir byrjuðu gríðarlega vel og komust yfir á 1. mínútu. Gestirnir héldu forystunni fram á 60. mínútu þegar Ellert Hreinsson skoraði úr víti og jafnaði þar með metin.

Á 88. mínútu kom Gunnar Geir Baldursson Augnabliki yfir og leit út fyrir að heimamenn ætluðu að stela sigrinum.

Það kom þó annað á daginn því heimamenn urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma og staðan því 2-2. Þannig endaði leikurinn og gríðarlega mikilvægt stig fyrir Ægi sem er í afar slæmum málum í neðsta sæti deildarinnar, 8 stigum frá öruggu sæti.

Augnablik er nú með 17 stig í 7. sæti deildarinnar og er 7 stigum frá fallsæti.

KH 1-1 KFG
0-1 Markaskorara vantar ('25)
1-1 Aron Skúli Brynjarsson ('69)

Augnablik 2-2 Ægir
0-1 Diego Moreno Minguez ('1)
1-1 Ellert Hreinsson, víti ('60)
2-1 Gunnar Geir Baldursson ('88)
2-2 Sjálfsmark ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner