Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 10. ágúst 2018 22:53
Gunnar Logi Gylfason
4. deild: Spenna í öllum riðlum - Styttist í úrslitakeppnina
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sex leikir fóru fram í 4. deildinni í dag. Einn leikur í B-riðli, þrír í C-riðli og tveir í D-riðli.

B-riðill
Elliði vann öruggan 0-3 útisigur gegn Úlfunum þar sem Hlynur Magnússon skoraði öll þrjú mörkin. Elliði komst þar með upp að hlið Skallagríms með 27 stig þegar tveir leikir eru eftir. Mikil spenna framundan.

Úlfarnir 0-3 Elliði
0-1 Hlynur Magnússon ('9)
0-2 Hlynur Magnússon ('22)
0-3 Hlynur Magnússon ('25)

C-riðill
Kóngarnir tóku á móti Álafossi á Þróttarvöllum. Heimamenn komust í 2-0 með tveimur mörkum með stuttu millibili. Hallur Kristján Ásgeirsson minnkaði muninn á 40. mínútu.

Á 69. mínútu fékk Bjartur Ari Hansson rautt spjald og níu mínútum síðar jafnaði Hallur metin úr vítaspyrnu og er hann nú kominn með 214 mörk á Íslandsmóti og er næst markahæstur í sögunni.

Álftanes fékk þá Afríku í heimsókn á Bessastaðavöll. Fyrirfram bjuggust allir við sigri Álftaness og sú varð raunin. 8-0 urðu lokatölur og kemur Álftanes sér í efsta sætið í riðlinum.

Ísbjörninn og GG mættust svo á gervigrasinu fyrir utan Kórinn í Kópavogi.

Markalaust var í hálfleik en GG gáfu í í seinni hálfleik. á sex mínútna kafla komust gestirnir í 0-4 með einu sjálfsmarki og mörkum frá Ævari Andra Á Öfjörð, Sigurði Bjarti Hallssyni og Davíði Arthur Friðrikssyni.

Adam Frank Grétarsson og Óliver Berg Sigurðsson bættu svo við mörkum í lokin og 0-6 sigur GG staðreynd. GG heldur í við toppliðin og eru tveimur stigum á eftir KFS og Árborg sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins.

Kóngarnir 2-2 Álafoss
1-0 Sveinn Smári Leifsson ('17)
2-0 Hjálmar Örn Bjarkason ('24)
2-1 Hallur Kristján Ásgeirsson ('40)
2-2 Hallur Kristján Ásgeirsson, víti ('78)
Rautt spjald:Bjartur Ari Hansson ('69)

Álftanes 8-0 Afríka
Markaskorara vantar

Ísbjörninn 0-6 GG
0-1 Sjálfsmark ('58)
0-2 Ævar Andri Á Öfjörð ('60)
0-3 Sigurður Bjartur Hallsson ('62)
0-4 Davíð Arthur Friðriksson ('64)
0-5 Adam Frank Grétarsson ('86)
0-6 Óliver Berg Sigurðsson ('93)

D-riðill
Kormákur/Hvöt fékk Kórdrengi, toppliðið, í heimsókn í D-riðli á Blönduósvöll. Heimamenn voru 1-0 yfir með marki frá Jóni Gylfa Jónssyni í hálfleik. í seinni hálfleik bættu þeir við tveimur mörkum og óvæntur 3-0 sigur staðreynd.

Á sama tíma sigraði Kría ÍH 3-1 á Seltjarnarnesi. Eftir þessi úrslit er gríðarleg spenna í riðlinum.

Kórdrengir eru í bestu stöðunni en fjögur lið berjast um að ná 2. sætinu í riðlinum sem gefur sæti í úrslitakeppninni.

Kormákur/Hvöt 3-0 Kórdrengir
1-0 Jón Gylfi Jónsson ('26)
2-0 Daniel Garceran Moreno ('66)
3-0 Hilmar Þór Kárason ('78)

Kría 3-1 ÍH
Markaskorara vantar
Athugasemdir
banner
banner