Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. ágúst 2018 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England í dag - Man City hefur titilvörnina gegn Arsenal
Englandsmeistarar Manchester City heimasækja Arsenal í dag.
Englandsmeistarar Manchester City heimasækja Arsenal í dag.
Mynd: Getty Images
Fyrstu umferð ensku úrvalsdeildinnar lýkur í dag en þar eru þrír leikir á dagskrá.

Liverpool og West Ham mætast klukkan 12:30 á Anfield, Liverpool styrkti sig vel fyrir tímabilið og það gerði West Ham einnig sem er með nýjan stjóra, Manuel Pellegrini.

Á sama tíma og Liverpool og West Ham eigast við á Anfield verða Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley í heimsókn hjá Southampton.

Titilvörn Manchester City hefst á Emirates leikvangnum í Lundúnum þar sem þeir mæta Arsenal í fyrsta stórleik tímabilsins klukkan 15:00 en þar mun Unai Emery stýra sínum fyrsta deildarleik hjá Arsenal.

Sunnudagur 12. ágúst
12:30 Liverpool - West Ham (Stöð 2 Sport)
12:30 Southampton - Burnley
15:00 Arsenal - Manchester City (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner