Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. ágúst 2018 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ísland í dag - Vígsluleikur í Árbænum
FH fær ÍBV í heimsókn í fyrsta leik 16. umferðar.
FH fær ÍBV í heimsókn í fyrsta leik 16. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það eru sex leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og fjórir þeirra eru hluti af 16. umferð Pepsi-deildar karla.

Eyjamenn fara í heimsókn í Kaplakrika þar sem þeir mæta heimamönnum í FH. ÍBV tapaði í síðustu umferð gegn Fylki og er nú aðeins tveimur stigum frá fallsæti, FH heimsótti KA þar sem niðurstaðan var 1-1 jafntefli. Leikur liðanna í dag hefst klukkan 16:00.

Botnlið Keflavíkur fær KA í heimsókn sem er í 7. sæti en flautað verður til leiks þar klukkan 18:00.

Á sama tíma verður flautað til leiks í leik Fylkis og Stjörnunnar, Fylkir er einu stigi frá fallsæti en Stjarnan hins vegar í heldur betri málum í 3. sæti. Þetta verður fyrsti leikur Fylkis í sumar á heimavelli sínum í Árbænum, Floridana-vellinum, eftir að gervigras var lagt á hann. Heimaleikir Fylkis hingað til hafa verið leiknir í Egilshöll meðan framkvæmdir hafa staðið yfir í Árbæ.

Klukkan 18:00 verður flautað til leiks í viðureign KR og Fjölnis, heimamenn í 4. sæti með 23 stig en gestirnir hins vegar í verri málum, í fallsæti með 14 stig.

Í neðri deildum fara fram tveir leikir í dag, í 3. deild karla mætast Sindri og KF en í 2. deild kvenna mætir Einherji, Gróttu á Vopnafjarðavelli.

Sunnudagur 12. ágúst
Pepsi-deild karla
16:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur) (Stöð 2 Sport 2)
18:00 Keflavík-KA (Nettóvöllurinn)
18:00 Fylkir-Stjarnan (Floridana völlurinn) (Stöð 2 Sport 2)
18:00 KR-Fjölnir (Alvogenvöllurinn)

3. deild karla
14:00 Sindri-KF (Sindravellir)

2. deild kvenna
14:00 Einherji-Grótta (Vopnafjarðarvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner