Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 11. ágúst 2018 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Fyrsti sigur Gróttu síðan í lok júní
Taciana skoraði tvö fyrir Gróttu.
Taciana skoraði tvö fyrir Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjarðab/Höttur/Leiknir 1 - 3 Grótta
0-1 Tinna Jónsdóttir ('4)
0-2 Taciana Da Silva Souza ('46)
1-2 Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('67, víti)
1-3 Taciana Da Silva Souza ('76)

Það var einn leikur í 2. deild kvenna í dag. Grótta heimsótti sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. á Norðfjarðarvöll á Neskaupstað.

Grótta byrjaði af krafti og komst yfir á fjórðu mínútu þegar Tinna Jónsdóttir skoraði. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Í byrjun seinni háflleiks bætti Taciana Da Silva Souza við marki fyrir Gróttu. Jóhanna Lind Stefánsdóttir minnkaði muninn fyrir heimakonur en Taciana var aftur á ferðinni fyrir Gróttu á 76. mínútu og innsiglaði sigurinn.

Lokatölur 3-1 fyrir Gróttu á Austurlandi.

Hvað þýða þessi úrslit?
Grótta er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig, 10 stigum á eftir toppliði Tindastóls. Fjarðab/Höttur/Leiknir er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig.

Þetta var fyrsti sigur Gróttu frá því í lok júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner