Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. ágúst 2018 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Benítez: Við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli
Rafael Benitez knattspyrnustjóri Newcastle.
Rafael Benitez knattspyrnustjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Tottenham hafði betur gegn Newcastle í dag, 1-2 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Rafael Benítez knattpspyrnustjóri Newcastle var ánægður með spilamennsku sinna manna í dag og fannst þeir hafa átt að minnsta kosti jafntefli skilið.

„Við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli, við börðumst allan leikinn og sköpuðum okkur góð færi, sérstaklega í seinni hálfleik.“

„Maður fann það á stuðningsmönnunum að þeir hefðu trú á því að við gætum jafnað. Ég sá margt jákvætt í okkar leik, við gerðum auðvitað nokkur mistök og Tottenham nýtti sér þau. Við gáfumst aldrei upp,“ sagði Benítez.

Newcastle mætir Cardiff í 2. umferð ensku úrvalsdeildinnar í hádeginu á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner