banner
   lau 11. ágúst 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Tækni Jorginho virkar nánast alltaf
Mynd: Getty Images
Jorginho opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar hann skoraði annað mark Chelsea í 3-0 sigri á Huddersfield.

Mark Jorginho, sem kom frá Napoli með knattspyrnustjóranum Maurizio Sarri í sumar, kom úr vítaspyrnu. Jorginho er mjög góð vítaskytta en hann hefur skorað úr 10 af þeim 11 spyrnum sem hann hefur tekið í keppnisleikjum með Hellas Verona, Napoli og núna Chelsea.

Jorginho er með mjög sérstaka tækni eins og áður hefur komið fram.

Hann hleypur að boltanum, tekur lítið hopp og skýtur svo. Þetta er að virka vel fyrir ítalska miðjumanninn. „Hann hefur alltaf tekið vítaspyrnur svona," sagði Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, þegar hann var spurður út í vítaspyrnutækni Jorginho.

Mark Jorginho má sjá með því að smella hér
Athugasemdir
banner
banner
banner