Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. ágúst 2018 19:55
Elvar Geir Magnússon
Mynd: Sarri tuggði sígarettu á hliðarlínunni
Sarri tuggði sígarettu á hliðarlínunni í dag.
Sarri tuggði sígarettu á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, er keðjureykingamaður og glöggir áhorfendur á leiknum gegn Huddersfield tóku eftir því að hann var að tyggja sígarettu við hliðarlínuna.


Á leikvöngum Englands er reykingabann en þessi 59 ára stjóri fann aðra leið til að mæta þörfinni án þess að kveikja í rettu.

Fyrr á þessu ári komst það í fréttirnar þegar þýska félagið RB Leipzig setti upp sérstakt reykrými á leikvangi sínum til að taka á móti Sarri.

Fyrsti leikur Sarri með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni fór vel. 3-0 útisigur.

„Ég er hæstánægður því ég held að það verði ekki auðvelt fyrir okkur að landa stigum á fyrsta hluta mótsins," sagði Sarri eftir leik í dag.

„Fyrri hálfleikur var erfiður. Ef þú horfir bara á tölurnar heldur þú að leikurinn hafi verið auðveldur en við áttum erfiðan 15 mínútna kafla í fyrri hálfleik, gegn mjög líkamlega sterkum andstæðingum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner