Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. ágúst 2018 22:10
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Holland: Jafntefli í fyrsta deildarleik Mikaels með Excelsior
Enginn Albert í leikmannahópi PSV - Kristófer Ingi kom ekkert við sögu
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fyrsta umferð hollensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina og í dag léku þrjú Íslendingalið en aðeins einn Íslendingur kom við sögu og það var Mikael Anderson.

Mikael var lánaður frá FC Midtjylland til Excelsior í sumar og hann var í byrjunarliði liðsins í fyrsta deildarleik tímabilsins en þá kom Fortuna Sittard í heimsókn, niðurstaðan í leik Excelsior og Fortuna Sittard var 1-1 jafntefli.

Kristófer Ingi Kristinsson sat allan tímann á varamannbekk Willem II í 0-1 tapi og þá var Albert Guðmundsson ekki í leikmannahópi PSV sem sigraði Utrecht örugglega, 4-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner