Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. ágúst 2018 09:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Stjóri Wolves: Við eigum bara eftir að verða betri
Nuno Espirito Santo knattspyrnustjóri Wolves.
Nuno Espirito Santo knattspyrnustjóri Wolves.
Mynd: Getty Images
Wolves mætti Everton í gær í leik sem lauk með 2-2 jafntefli þar sem Everton missti mann af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Knattspyrnustjóri Wolves er Portúgali sem heitir Nuno Espirito Santo, hann var nokkuð sáttur í leikslok þrátt fyrir að hafa ekki náð í stigin þrjú.

„Það er mikill karakter í liðinu, við lentum tvisvar undir og náðum í bæði skiptin að jafna aftur, það er ekki auðvelt að lenda í þessari stöðu."

„Í dag sá ég það að við getum verið fljótir að bregðast við eftir að hafa lent undir, við eigum eftir að bæta okkur mikið. Við vitum nú þegar að við höfum gæði til að vera á þessum stað, margir voru að spila í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni en það er alveg ljóst að við eigum bara eftir að verða betri," sagði Nuno.
Athugasemdir
banner
banner
banner