Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. ágúst 2018 10:36
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba: Það eru hlutir sem ég má ekki segja
Pogba skoraði úr vítaspyrnu snemma gegn Leicester.
Pogba skoraði úr vítaspyrnu snemma gegn Leicester.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba var óvænt í byrjunarliðinu og átti góðan leik er Manchester United hafði betur gegn Leicester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudaginn.

Pogba skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og spilaði 84 mínútur þrátt fyrir að vera nýkominn úr fríi eftir að hafa sigrað heimsmeistaramótið með Frakklandi.

Jose Mourinho hrósaði miðjumanninum í hástert eftir sigurinn en Pogba hljómaði ekki sérlega sáttur að leikslokum í gær og lét frá sér ummæli sem stuðningsmenn Man Utd eru ekkert sérlega sáttir með.

Pogba var spurður um að útskýra ummælin sín, en ólíklegt er að útskýringar heimsmeistarans veiti stuðningsmönnum Rauðu djöflanna hugarró.

Fréttamaður sagðist vera ánægður að hafa fengið að sjá „alvöru Pogba" í leiknum og var Frakkinn fljótur að svara því. „Hvað meinarðu með alvöru Pogba? Þú þarft að vita eitt, ánægður leikmaður í byrjunarliðinu er líklega að fara að spila betur heldur en óánægður leikmaður. Það er allt sem ég hef að segja. Ef þú ert ekki ánægður þá geturðu ekki gefið þitt allra besta," sagði Pogba.

Hann var svo spurður út í það hvort hann væri ánægður innan raða Man Utd.

„Það eru hlutir sem ég má ekki segja því annars verð ég sektaður," svaraði hann og strunsaði burt frá fréttamönnum.
Athugasemdir
banner
banner