Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. ágúst 2018 11:07
Ívan Guðjón Baldursson
Mónakó staðfestir viðræður við Inter um Keita Balde
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn öflugi Keita Balde Diao er á leið til Inter fyrir rétt tæplega 35 milljónir evra. Þetta staðfesti Vadim Vasilyev, varaforseti Mónakó, í dag.

Inter mun greiða fimm milljónir til að fá Keita Balde á lánssamning með kaupákvæði sem gerir ítalska félaginu kleift að kaupa hann fyrir 30 milljónir til viðbótar.

„Við erum í viðræðum við Inter. Það eru nokkur smáatriði sem við eigum eftir að ganga frá, en við erum á réttri braut," sagði Vasilyev.

„Við erum með nóg af sóknarmönnum í leikmannahópnum okkar og ætlum ekki að fá mann í staðinn fyrir Keita nema hann henti okkur fullkomlega."

Keita Balde er 23 ára og kemur frá Senegal. Hann var einn af bestu leikmönnum ítalska boltans þegar hann var hjá Lazio og var keyptur til Mónakó síðasta sumar fyrir 30 milljónir.

Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Mónakó en náði að skora 8 mörk í 23 deildarleikjum á síðasta tímabili.

Antonio Candreva átti að fara til Mónakó í staðinn fyrir Keita Balde en hætti við því hann vill ekki yfirgefa heimalandið.

Inter er búið að styrkja leikmannahópinn sinn talsvert í sumar. Radja Nainggolan, Lautaro Martinez, Sime Vrsaljko og Stefan de Vrij eru þegar komnir til félagsins auk Kwadwo Asamoah, Matteo Politano og Federico Dimarco.
Athugasemdir
banner
banner
banner