Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. ágúst 2018 11:38
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Alisson og Naby Keita byrja
Mynd: Getty Images
Það eru þrír leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag og hefjast tveir þeirra samtímis eftir tæpa klukkustund.

Liverpool, sem margir spá titlinum þetta tímabilið, tekur á móti West Ham á meðan Southampton fær Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í Burnley í heimsókn.

Það er ekki margt sem kemur á óvart í byrjunarliði Liverpool á Anfield. Þar er Joe Gomez í miðverði ásamt Virgil van Dijk og eru James Milner og Georginio Wijnaldum á miðjunni með hinum afar spennandi Naby Keita.

Jack Wilshere, Felipe Anderson og Marko Arnautovic eru allir í byrjunarliði Hamranna og mynda þeir afar öflugt sóknarteymi ásamt Michail Antonio.

West Ham teflir fram þremur miðvörðum til að halda í við gífurlega öflugt sóknarteymi Liverpool. Nýi bakvörðurinn Ryan Fredericks byrjar hægra megin og er Arthur Masuaku vinstra megin.

Southampton teflir einnig fram þriggja manna varnarlínu þar sem Cedric Soares og Ryan Bertrand sjá um vængina. Charlie Austin er í fremstu víglínu ásamt Nathan Redmond.

Jóhann Berg er að sjálfsögðu í byrjunarliði Burnley með Aaron Lennon á hinum kantinum og Chris Wood fremstan.




Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Keita, Milner, Wijnaldum, Mane, Salah, Firmino

West Ham: Fabianski, Fredericks, Balbuena, Rice, Ogbonna, Masuaku, Noble, Wilshere, Anderson, Arnautovic, Antonio


Southampton: McCarthy, Soares, Vestegaard, Stephens, Hoedt, Bertrand, Romeu, Lemina, Armstrong, Redmond, Austin

Burnley: Hart, Lowton, Tarkowski, Mee, Ward, Westwood, Cork, Hendrick, Lennon, Gudmundsson, Wood
Athugasemdir
banner
banner